Vinsamlegast hugið að aðstæðum við sorpgeymslur

Umhverfi

Starfsmaður sturtar úrgangi úr tunnum í sorphirðubíl.

Sorphirða Reykjavíkur biður borgarbúa vinsamlegast um að huga að aðstæðum við sorpgeymslur við heimili. Það er ýmislegt sem þarf að athuga í skammdeginu. 

Starfsfólk sorphirðu Reykjavíkur þarf oft að vinna við erfiðar aðstæður í svartasta skammdeginu og því mikilvægt að borgarbúar kanni hvort greið leið sé að sorpgeymslum og tunnum. Spyrja má hvort lýsing sé næg og hvort einhverjar hindranir séu á leiðinni en það er meiri hætta á slysum ef svo er. 

Núna um mánaðamótin er mjög mikilvægt að sanda eða salta, því það verður flughált í höfuðborginni í úrkomu við frostmark. Spáð er hægviðri, stöku slydduéli og hita kringum frostmark, en suðvestan 3-8 m/s á morgun og 1 til 5 stig.

Þá er mikilvægt að moka að sorpgeymslum þegar það snjóar. Allt slíkt auðveldar og flýtir fyrir sorphirðu. Ef starfsfólki verður óhægt um vik þá þarf að skilja tunnurnar eftir. Mjög gott að skoða aðstæður því margt getur gerst líka óvart eins og stundum lokast aðgengi fyrir tunnur bak við bifreiðar osfrv.

Í næstu viku verður almennt heimilissorp hreinsað frá vesturbæ alla leið að Elliðarám. Pappír og plast verður hreinsað í Breiðholti, Árbæ, Grafarholti og Úlfarsárdal og í hluta af Grafarvogi.

Tengill

Sorphirðudagatal