Vinnum saman - virðum mörk | Reykjavíkurborg

Vinnum saman - virðum mörk

miðvikudagur, 21. mars 2018

Nú stendur yfir árveknivika Reykjavíkurborgar, Vinnum saman virðum mörk , og í tilefni af því var haldinn fræðslufundur á Droplaugarstöðum í dag þar sem rætt var um kynbundna og kynferðislega áreitni. 

  • Frá fundinum á Droplaugarstöðum í dag
    Frá fundinum á Droplaugarstöðum í dag
  • Nicole Leigh Mostey verkefnastjóri á velferðarsviði flytur fræðsluerindi
    Nicole Leigh Mostey verkefnastjóri á velferðarsviði flytur fræðsluerindi
  • Fjóla Jónsdóttir, fræðslustjóri Eflingar
    Fjóla Jónsdóttir, fræðslustjóri Eflingar, hélt erindi um hvert starfsmenn geta leitað hjá sínu stéttarfélagi verði þeir fyrir kynbundu- eða kynferðislegu áreiti..

Fræðslan var öllum opin og starfsfólk hvatt til að mæta og þá sérstaklega starfsfólk af erlendum uppruna. Á fundinum fór Nicole Leigh Mosty yfir hvað felst í kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynnti jafnframt þær leiðir sem starfsmönnum standa til boða þegar þeir annað hvort upplifa eða verða vitni að slíku. Fræðslan var haldin bæði á íslensku og ensku auk þess sem pólskur túlkur var á staðnum. Þá hélt Fjóla Jónsdóttir, fræðslustjóri Eflingar, erindi um hvert starfsmenn geta leitað hjá sínu stéttarfélagi verði þeir fyrir kynbundu- eða kynferðislegu áreiti.

Hægt er að horfa á streymi af fundinum hér fyrir neðan.