Vímuefnavandi ungmenna | Reykjavíkurborg

Vímuefnavandi ungmenna

mánudagur, 5. nóvember 2018

Náum áttum fjallar um vímefnavanda ungmenna og hvað er hægt að gera betur á fundi sínum miðvikudaginn 14. nóvember næstkomandi.

  • Myndinr er tekin af borgarstjóra ásamt unglingum á forvarnardegi.
    Myndin er tekin af borgarstjóra ásamt unglingum á forvarnardegi.

Að venju er fundurinn frá 8.15 til 10.00 á Grand hóteli. Öll velkomin og morgunhressing er innifalin í verði.

Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala, fjallar um ástand þeirra sem koma á bráðamóttöku vegna lyfjamisnotkunar, þróun og einkenni.

Saga ungs fíkils, vörður til varnaðar er erindi Árna Einarssonar, uppeldis- og menntunarfræðings og framkvæmdastjóra FRÆ, en hann spyr hvaða lærdóm megi  draga af sögu ungra fíkla. 

Við pallborð verður spurt hvað við getum betur en þar sitja;

  • Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn LHR
  • Guðrún Marínósdóttir, deildarstjóri/félagsráðgjafi hjá Barnavernd Reykjavíkur
  • Vilborg Grétarsdóttir, þroskaþjálfi/félagsráðgjafi hjá Barnavernd Reykjavíkur
  • Kjell Hymer, unglingafulltrúi hjá Barnavernd Kópavogs
  • Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur
  • Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala

Fundarstjóri að að þessu sinni er Ólöf Ásta Farestveit

Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Skráningar eru á heimasíðunni naumattum.is. Þátttökugjald er 2.400 krónur en innifalið í því er morgunverður.

Auglýsing fyrir morgunverðarfundinn