Viltu verða bakvörður í velferðarþjónustu? 

Covid-19 Velferð

""

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitar nú liðsinnis almennra starfsmanna og annarra með reynslu af störfum í velferðarþjónustu, til að ganga í bakvarðasveit velferðarþjónustu. Við upphaf fyrstu bylgju heimsfaraldurs Covid-19 skráðu yfir 1.400 einstaklingar sig í bakvarðasveit velferðarþjónustu, tilbúnir að stökkva í vinnu með litlum fyrirvara og styrkja þá starfsstaði þar sem álag var mikið.

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitar nú liðsinnis úr hópi almennra starfsmanna, félagsliða, þroskaþjálfa, sjúkraliða, sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga eða einstaklinga sem hafa reynslu af störfum í velferðarþjónustu sem eru reiðubúnir að koma tímabundið til starfa með litlum fyrirvara í bakvarðasveit velferðarþjónustu.  

Þeir einstaklingar sem skrá sig í bakvarðasveit geta átt von á að skráningarupplýsingum þeirra sé miðlað til sveitarfélaga eða stofnana í velferðarþjónustu svo ráðningaraðilar geti haft samband við viðkomandi einstaklinga. 

Hér er hægt að ská sig í bakvarðasveitina. Takk fyrir liðsaukann!