Vilja árangur í loftslagsmálum

Stjórnsýsla Umhverfi

""
Árangur fyrirtækja verður til umræðu á málþingi um loftslagsmarkmið fyrirtækja, sem haldið verður í Hörpu miðvikudaginn 7. september kl. 8.30 – 10.00. Það er Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð sem stendur fyrir málþinginu í samvinnu við Reykjavíkurborg.
Málþingið, sem er öllum opið, er áfangi á þeirri vegferð sem 104 fyrirtæki ákváðu að leggja upp í með yfirlýsingu um árangur í loftslagsmálum, en skrifað var undir hana fyrir tæpu ári síðan.

Fulltrúar fyrirtækja og stofnana sem lýsa munu aðferðum sínum og árangri að þessu sinni eru :

  • Svavar Svavarsson, HB Granda
  • Erla Jóna Einarsdóttir, Ölgerðinni
  • Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, Hörpu
  • Marta Rós Karlsdóttir, ON
  • Erna Eiríksdóttir, Eimskip
  • Hulda Steingrímsdóttir, Landspítalnum
  • Hrönn Hrafnsdóttir, Reykjavíkurborg
  • Hólmfríður Sigðurðardóttir, Orkuveita Reykavíkur
  • Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir, Össur
  • Sigrún Ósk Sigurðardóttir, ÁTVR
  • Ragnheiður Ólafsdóttir, Landsvirkjun
 
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, mun flytja inngangsorð málþingsins. Fundarstjóri er Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu.
 
Tengt efni og fréttir: 
Aðgangur er ókeypis en húsrúm er takmarkað svo nauðsynlegt er að skrá þátttöku.