Viðkvæmir hópar

fimmtudagur, 12. október 2017

Fyrsti fundur vetrarins hjá Náum áttum fjallar um viðkvæma hópa ungmenna í samfélaginu, líðan þeirra og neyslu. Hvernig er unnið með þann vanda sem einkennir stöðu þeirra. 

  • Haustmynd úr Grjótaþorpinu.
    Haustmynd úr Grjótaþorpinu.

Fundurinn er miðvikudaginn 18. október frá 8.30-10.00 og er að venju haldinn á Grand hóteli við Sigtún.

Framsöguerindi flytja;

Auður Erla Gunnarsdóttir, sálfræðingur hjá heilsugæslunni Hvammi, fjallar um sálfræðiþjónustu í heislugæslu.

Funi Sigurðsson, sálfræðingur hjá Stuðlum, heldur erindi sem heitir Hópurinn okkar.

Að lokum talar Hrefna Þórðardóttir, sviðsstjóri endurhæfingarbrauta og sjúkraþjálfari hjá Janusi-endurhæfingu, um ungt fólk í starfendurhæfingu.

Fundarstjóri er Rafn M. Jónsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis.

Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Skráningar eru á heimasíðunni www.naumattum.is. Þátttökugjald er 2.900 krónur en innifalið í því er morgunverður.