Vesturbæjarbiskupinn

Íþróttir og útivist Mannlíf

""

Vesturbæjarbiskupinn var haldinn í 5. sinn í Hagaskóla þriðjudaginn 6. febrúar sl. Þetta er skákmót sem hófst fyrir all nokkrum árum síðan en var síðan endurvakið árið 2013.

Vesturbæjarbiskupinn var haldinn í Hagaskóla þriðjudaginn 6. febrúar sl. Þetta er skákmót sem hófst fyrir all nokkrum árum síðan en var síðan endurvakið árið 2013. Þetta er í fimmta sinn sem þetta mót er haldið síðan árið 2013, en árið 2017 datt út af óviðráðanlegum ástæðum. Líkt og undanfarin ár var flott mæting, en þetta er eingöngu ætlað nemendum í 1.-10 bekk og var keppt í fimm flokkum og er flokkunum skipt eftir aldri og kyni. Það voru hátt í 40 keppendur þetta árið, en veikindi settu strik sinni í reikninginn hjá nokkrum keppendum sem gátu ekki keppt að þessu sinni. En allt er þetta til gamans gert og er gaman að sjá hversu mikil gróska er í skákmenningu skólanna og má þakka Skákakademíunni fyrir, þar sem þeir eru duglegir að breiða út sinn boðskap með markvissum æfingum í skólunum. Að auki er einnig keppt um farandbikar, en sá bikar er veittur þeim skóla sem sendir inn flesta keppendur. Fyrstu tvö árin var það Melaskóli sem vann, þar á eftir var það Álfhólsskóli sem vann næstu tvö árin, en í ár var það Landakotsskóli sem vann þennan bikar að þessu sinni. Það er mikill uppgangur í skákinni í þeim skóla og voru þeir vel að því komnir að fá farandbikarinn að þessu sinni.

Mig langar að þakka Skákakademíunni og Skáksambandi Íslands fyrir að halda utan um þetta mót sem er í raun haldið á vegum Þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborga og Hlíða. Einnig langar mig að þakka Melabúðinni fyrir veittan stuðning, en þeir gefa verðlaun á þessu móti. Krakkarnir sem komu og tóku þátt voru til mikillar fyrirmyndar og stóðu sig afar vel og voru sínum skóla til mikils sóma.

Fyrir hönd skipuleggjanda óskum við ykkur öllum til hamingju sem tókuð þátt í þessu skemmtilega móti og vonandi sjáumst við aftur að ári liðnu.

Hörður Heiðar Guðbjörnsson

Verkefnastjóri Þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða.