Velferðarsvið geri áhættumat á þjónustu við börn og ungmenni

Velferð

""

Vegna frétta um ákæru á hendur karlmanns um kynferðisbrot, en maðurinn vann með börnum á starfsstöðum velferðarsviðs, var eftirfarandi bókun samþykkt á fundi velferðarráðs í dag, fimmtudaginn 1. febrúar.

Börn eiga rétt á vernd og umönnun og það er mikið áfall þegar ofbeldi gegn börnum á sér stað.  Það er mikilvægt að Reykjavíkurborg framkvæmi áhættumat með tilliti til ofbeldis á öllum starfsstöðvum sínum og bregðist við þeim áhættum sem upp koma. Það er ábyrgð fullorðinna og Reykjavíkurborgar sem stjórnvalds að bregðast við ef grunur um ofbeldi eða áreitni gegn barni kemur upp og því þarf að tryggja að auðvelt sé að koma á framfæri slíkum ábendingum. Velferðarráð felur Velferðarsviði að framkvæma áhættumat á allri sólarhringsþjónustu við börn og ungmenni í samráði við innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. Einnig er mikilvægt að ráðast strax í að útfæra gátt fyrir ábendingar í samráði við skrifstofu þjónustu-og reksturs. Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi, verkefni Reykjavíkurborgar “saman gegn ofbeldi” , heilsueflandi hverfi, og opinskátt um ofbeldi sem nú á að innleiða eru mikilvæg og áríðandi að rýna stöðugt.

Velferðarsvið vill einnig minna á að hægt er að leita til Bjarkarhlíðar, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis . Einnig er hægt að senda tilkynngar á Barnavernd, barnavernd@reykjavik.is