Vel hefur gengið að innrita börn í leikskóla | Reykjavíkurborg

Vel hefur gengið að innrita börn í leikskóla

fimmtudagur, 28. júní 2018

5.585 börn voru í leikskólum Reykjavíkurborgar í júní en hámarksfjölda barna sem er leyfilegur í skólunum er 5.697. Búið er að bjóða öllum börnum, fæddum 2016 og fyrr og áttu leikskólaumsókn 24. apríl, leikskólavist frá hausti 2018.

  • Frá sumarhátíð í leikskólanum Blásölum
    Frá sumarhátíð í leikskólanum Blásölum

187 börn fædd frá 1. janúar til 31. maí 2017 eru enn á í bið eftir leikskólavist, en útlit er fyrir að laus rými eftir sumarleyfi verði um 260 og því verður fleiri börnum boðin leikskóladvöl í haust. Þó ber að hafa í huga að boð um leikskóladvöl er með þeim fyrirvara að ráðið hafi verið í lausar stöður í þeim leikskóla sem sótt var um.

Staðan nú er betri en á sama tíma í fyrra en þá var 141 barn á biðlista sem fædd voru á tímabilinu frá 1. janúar til 30. apríl 2016. Laus pláss frá hausti voru þá 83.

Þá hefur gengið vel að tryggja systkinum pláss á sama leikskóla og eru 98% systkina komin með pláss í sama leikskóla.