Veitur senda aðstoð norður í land

Samgöngur

""

Veitur hafa sent liðsauka norður í land þar sem RARIK og Landsnet vinna hörðum höndum við að koma flutningi og dreifingu rafmagns í samt lag eftir óveðrið sem geysað hefur undanfarna daga. 

Í nótt sem leið var ekið af stað með tvær varaaflsstöðvar en þær framleiða rafmagn og verða tengdar inn á rafdreifikerfið á Dalvík. Í morgun fór svo okkar vanasta loftínufólk norður. Þau munu aðstoða við að koma Dalvíkurlínu 1 í rekstur og þannig koma rafmagninu á Dalvík í lag. 

Mikið hefur verið um rafmagnsleysi á Norður- og Norðausturlandi og hefur sumsstaðar verið rafmagnslaust í hátt í tvo sólarhringa. Mikið álag hefur verið á starfsfólki RARIK og Landsnets af þessum sökum.