Veitur opna neyðarlokur við Faxaskjól og Skeljanes

mánudagur, 17. júlí 2017

Á morgun, þriðjudaginn 18. júlí 2017, munu Veitur ohf. halda áfram viðgerð á neyðarloku í dælustöð við Faxaskjól.

  • Reykjavíkurborg - Faxaskjól
    Dælustöð Veitna við Faxaskjól.
  • Á kortinu má sjá staðsetningar á dælustöðvum við Faxaskjól og Skeljanes.
    Á kortinu má sjá staðsetningar á dælustöðvum við Faxaskjól og Skeljanes.

Því þarf að opna neyðarlúgur í dælustöðvum við Skeljanes og Faxaskjól og hleypa óhreinsuðu skólpi í sjóinn. Viðgerðin hefst klukkan átta í fyrramálið og er gert að ráð fyrir að stillingar og prófanir standi yfir til miðnættis.

Fólki er ráðlagt að fara ekki í fjöruna eða sjóinn nálægt dælustöðvunum. Ef breytingar verða á þessari áætlun, munu Veitur tilkynna það.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun áfram vinna að sýnatöku og gefa skýrslu um ástand sjávar og strandlengju við Faxaskjól, Ægissíðu, Skeljanes og Nauthólsvík.