Vallarlýsing endurnýjuð hjá Leikni og Þrótti

Umhverfi Íþróttir og útivist

Grasvöllur Leiknis í Breiðholti

Vallarlýsing við gervigrasvelli Þróttar í Laugardal og Leiknis við Austurberg verður endurnýjuð í sumar.

Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út kaup á búnaði og tilheyrandi framkvæmdir vegna endurnýjunar á vallarlýsingu við gervigrasvelli Þróttar í Laugardal og Leiknis við Austurberg í Breiðholti.

Verkið felst í að setja upp nýjan lýsingarbúnað með LED lýsingu en gert er ráð fyrir að núverandi ljósamöstur verði óbreytt. Perur í núverandi búnað eru ófáanlegar þar sem framleiðsla þeirra hefur verið bönnuð vegna umhverfissjónarmiða. Nýr búnaður verður mun umhverfisvænni en LED lýsing er orkusparandi.

Kostnaðaráætlun er 60 milljónir króna.