Vagg og velta á Árbæjarsafni!

Menning og listir Mannlíf

""

Sunnudaginn 7. júlí bjóðum við gestum og gangandi á að upplifa ferðalag aftur í tímann. Starfsfólk Árbæjarsafns mun klæðast fatnaði eins og tíðkaðist á 5. og 6. áratugnum. Dagskráin stendur frá kl.13 til 16.

Háskóladansinn kemur á safnið og sýnir fjörug dansspor og ýmsa dansstíla á torginu bæði kl. 14 og 15. Í einu húsanna situr spákona og býður gestum og gangandi í stutt spjall. En í Hábæ vinnur húsfreyjan fyrir sér með því að greiða nágrannakonunum. Áhugasamir gestir fá að setjast í stólinn hjá Katrínu Rósu í stutta stund og hver veit nema hún sýni galdurinn á bak við flotta pin-up hárgreiðslu? Félagar í Fornbílaklúbbi Íslands kíkja í heimsókn, spjalla við gesti og geta gefið góð ráð um meðferð fornbíla. Ilmurinn af nýbakökuðum lummum leikur um svæðið og á baðstofuloftinu í Árbæ verður tóskapur til sýnis.

Opið á kaffihúsi safnsins í Dillonshúsi þar sem er hægt að kaupa heimilislegar veitingar.

Ókeypis aðgangur fyrir börn, öryrkja og handhafa Menningarkorts Reykjavíkur.

Árbæjarsafn er hluti af Borgarsögusafni, eitt safn á fimm frábærum stöðum.