Vændi og mansal - Opinn fundur | Reykjavíkurborg

Vændi og mansal - Opinn fundur

föstudagur, 9. mars 2018

Sameiginlegur fundur borgarstjórnar og ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar verður haldinn þriðjudaginn 13. mars nk. klukkan 14.00 í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.

  • Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi hélt erindi um vændi, mansal og nektarstaðir á Íslandi
    Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi hélt erindi um vændi, mansal og nektarstaðir á Íslandi

Á morgun þriðjudaginn 13. mars verður haldinn sameiginlegur fundur borgarstjórnar og ofbeldisvarnarnefndar. Þetta er í þriðja sinn sem slíkur fundur er haldinn og að þessu sinni er sjónum beint að vændi og mansali.

Ofbeldisvarnarnefnd er vettvangur samráðs borgarfulltrúa og sérfræðinga á sviði ofbeldisvarna og er virkur þátttakandi í allri stefnumörkun málaflokksins.

Nefndinni er ætlað að takast á við ofbeldi í sinni víðustu mynd – öllu ofbeldi alls staðar.

Mansal og vændi hér á landi er falið vandamál, samt sem áður benda upplýsingar lögreglu til þess að skipu­lagt vændi hafi auk­ist stór­lega frá 2015.

Dagskrá:

1. Ávarp borgarstjóra og formanns ofbeldisvarnarnefndar Dagur B. Eggertsson og Heiða Björg Hilmisdóttir 

2. Vændi, mansal og nektarstaðir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 

3. Aðstoð í Bjarkarhlíð við fólk í vændi Ragna Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar 

4. Skipulögð brotastarfsemi. Tengsl vændis og mansals Heiða Björk Vignisdóttir lögmaður 

5. Umræður borgarfulltrúa og fundargesta