Útskrift friðarfulltrúa í Höfða | Reykjavíkurborg

Útskrift friðarfulltrúa í Höfða

miðvikudagur, 9. maí 2018

Friðarfulltrúar Íslands, sem hlotið hafa friðarfræðslu á friðar- og mannréttindanámskeiði Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, voru útskrifaðir við Hátíðalega athöfn í Höfða í morgun.

 

  • Nýútskrifaðir friðarfulltrúar ásamt Líf Magneudóttur, forseta borgarstjórar og Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands.
    Nýútskrifaðir friðarfulltrúar ásamt Líf Magneudóttur, forseta borgarstjórar og Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands.

Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, útskrifa fyrstu friðarfulltrúa landsin og taka á móti mikilvægum skilaboðum frá friðarfulltrúunum fyrir hönd Háskóla Íslands og borgarstjórnar Reykjavíkurborgar.

Börnin sýna afrakstur vinnu sinnar í samstarfi við leiðbeinendur á námskeiðinu.

Námskeið Höfða friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands í mannréttinda- og friðarfræðslu er haldið núna í annað sinn í samstarfi við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar og Rauða kross Íslands. Námskeiðið fer fram í frístundamiðstöðinni Miðbergi 3. - 9. maí.

Þátttakendur á námskeiðinu er allir nemendur Fellaskóla í 6. bekk. Markmiðið með námskeiðinu er að efla færni þeirra í að greina og leysa úr ágreiningi á friðsamlegan hátt og stuðla að aukinni friðar- og mannréttindafræðslu meðal grunnskólabarna í Reykjavík.

Námið byggist á leikjum, verkefnum og listrænni tjáningu. Mannréttinda- og friðarfræðslan er í höndum Höfða friðarseturs, Rauði kross Íslands sér um fræðslu gegn fordómum og nemendur frá Listaháskóla Íslands stýra listasmiðju þar sem lögð er áhersla á að efla þekkingu barnanna á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með skapandi hætti.   

Að útskrift lokinni héldu fyrstu friðarfulltrúar Íslands í útskriftarferð í Viðey.