Útskrift friðarfulltrúa í Höfða

Mannlíf Mannréttindi

""

Friðarfulltrúar Íslands, sem hlotið hafa friðarfræðslu á friðar- og mannréttindanámskeiði Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, voru útskrifaðir við Hátíðalega athöfn í Höfða í morgun.

Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, útskrifa fyrstu friðarfulltrúa landsin og taka á móti mikilvægum skilaboðum frá friðarfulltrúunum fyrir hönd Háskóla Íslands og borgarstjórnar Reykjavíkurborgar.

Börnin sýna afrakstur vinnu sinnar í samstarfi við leiðbeinendur á námskeiðinu.

Námskeið Höfða friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands í mannréttinda- og friðarfræðslu er haldið núna í annað sinn í samstarfi við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar og Rauða kross Íslands. Námskeiðið fer fram í frístundamiðstöðinni Miðbergi 3. - 9. maí.

Þátttakendur á námskeiðinu er allir nemendur Fellaskóla í 6. bekk. Markmiðið með námskeiðinu er að efla færni þeirra í að greina og leysa úr ágreiningi á friðsamlegan hátt og stuðla að aukinni friðar- og mannréttindafræðslu meðal grunnskólabarna í Reykjavík.

Námið byggist á leikjum, verkefnum og listrænni tjáningu. Mannréttinda- og friðarfræðslan er í höndum Höfða friðarseturs, Rauði kross Íslands sér um fræðslu gegn fordómum og nemendur frá Listaháskóla Íslands stýra listasmiðju þar sem lögð er áhersla á að efla þekkingu barnanna á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með skapandi hætti.   

Að útskrift lokinni héldu fyrstu friðarfulltrúar Íslands í útskriftarferð í Viðey.