Útisýning í Reykjavík á bestu blaðaljósmyndum síðasta árs

Umhverfi Menning og listir

""

Alls 39 ljósmyndir frá árlegri sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands eru nú til sýnis meðfram Sæbrautinni og við Hörpu. Stendur sýningin yfir til sumarloka. Ljósmyndirnar eru úrval af bestu blaðaljósmyndum ársins 2019 að mati dómnefndar Blaðaljósmyndarafélagsins og gefa innsýn í helstu fréttir og umfjöllunarefni fjölmiðla síðastliðins árs.

Stærri útgáfa af sýningunni var í vor sýnd í Ljósmyndasafni Reykjavíkur en í samstarfi Reykjavíkurborgar og Blaðaljósmyndarafélags Íslands er hluti hennar nú til sýnis utandyra. Er það liður í því að efla menningu, útivist og mannlíf í miðborginni undir merkjum Sumarborgarinnar.

Er mælt með því að borgarbúar og gestir taki sér göngutúr frá Hörpu og meðfram Sæbrautinni til að njóta sýningarinnar auk annarra útilistaverka sem þar eru í eigu Reykjavíkurborgar, en þau eru Sólfarið eftir Jón Gunnar Árnason, Íslandsvarðan eftir Jóhann Eyfells og Fjöruverk eftir Sigurð Guðmundsson.

Blaðaljósmyndarar á Íslandi hafa haldið blaðaljósmyndasýningu allt frá árinu 1980. Velur dómnefnd bestu myndirnar úr innsendum myndum og er þeim skipt í sjö flokka, sem eru fréttamyndir, daglegt líf, íþróttamyndir, portrettmyndir, umhverfismyndir, tímaritamyndir og myndaraðir.

Ljósmyndarar sem taka þátt í sýningunni:

  • Aldís Pálsdóttir – Birtíngur
  • Anton Brink Hansen – Fréttablaðið
  • Eyþór Árnason – Fréttablaðið
  • Eggert Jóhannesson – Morgunblaðið
  • Egill Aðalsteinsson – Stöð 2
  • Ernir Eyjólfsson – Fréttablaðið
  • Eva Björk Ægisdóttir – Sjálfstætt starfandi
  • Hallur Karlsson – Birtíngur
  • Hákon Davíð Björnsson – Birtíngur
  • Haraldur Jónasson/Hari – Sjálfstætt starfandi
  • Heiða Helgadóttir – Stundin / Sjálfstætt starfandi
  • Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir – Sjálfstætt starfandi
  • Hörður Sveinsson – Sjálfstætt starfandi
  • Kjartan Þorbjörnsson / Golli – Iceland Review
  • Kristinn Magnússon – Morgunblaðið
  • Ragnhildur Aðalsteinsdóttir – Birtíngur
  • Rakel Ósk Sigurðardóttir – Sjálfstætt starfandi
  • Sigtryggur Ari Jóhannsson  Fréttablaðið
  • Stefán Karlsson – Fréttablaðið
  • Styrmir Kári Erwinsson – Sjálfstætt starfandi
  • Unnur Magna – Birtíngur
  • Vilhelm Gunnarsson – Vísir