Úthlutað úr Heita pottinum

Fjármál Mannlíf

""

Styrkjum úr Heita pottinum var úthlutað við hátíðlega athöfn í Eddufelli nú í hádeginu. Elsa Hrafnhildur Yeoman, forseti borgarstjórnar, afhenti styrkina sem renna til fjölbreyttra verkefna ungs fólks í Breiðholtinu.

Verkefnið um Heita pottinn er á vegum Hins hússins og er ætlað að efla hverfisvitund, stuðla að jákvæðri ímynd hverfisins og styðja við fjölbreytt og skemmtilegt samfélag í Breiðholti.

Verkefnin sem fengu styrki eru eftirfarandi:

BORG Raftónleikar (Jón Reginbald Ívarsson) - 200.000
Dansstúdíó í Fellagörðum (Uldarico Rafael De Luna) - 200.000
Grísalappalísa, tónleikar í Mjódd (Bergur Thomas Anderson) - 200.000
Hjólabraut v. Breiðholt/Kópavog (Sölvi Steinn Jónsson) - 200.000
Hjólabrettagarður í Seljahverfi  (Brynjólfur Gunnarsson ) - 200.000
Listasýning Gerðubergi og götum Breiðholts (Þorbjörg Ósk Eggertsdóttir)  - 200.000
Skautasvell Ungmennaráðs Breiðholts (Katrín Björk Kristjánsdóttir) - 200.000
Tónleikar í Breiðholti (Fanney Ósk Þórisdóttir) - 200.000
Mála trégrindverk á Leiknisvelli (Alda Lilja Geirsdóttir) - 50.000