Úrslit ráðast í Skrekk í kvöld

Skóli og frístund

""
Átta skólar keppa til úrslita í hæfileikakeppni grunnskólanna í Borgarleikhúsinu í kvöld; Austurbæjarskóli, Árbæjarskóli, Foldaskóli, Hagaskóli, Háteigsskóli, Hlíðaskóli, Hólabrekkuskóli og Seljaskóli. 
25 grunnskólar kepptu á þremur undankvöldum Skrekks í síðustu viku og komust átta atriði í úrslit.  Úrslitum Skrekks 2015 verður sjónvarpað beint á Skjá einum frá kl. 19 – 21
 
Borgarleikhúsið hefur verið þétt setið unglingum úr 8., 9. og 10. bekk á þremur undanúrslitakvöldum í Borgarleikhúsinu, en 25 grunnskólar tóku þátt í keppninni að þessu sinni, eða allir grunnskólar í borginni sem eru með unglingadeild. 

Meðfylgjandi eru myndir af þeim atriðum sem komust áfram á svokölluðu wild cardi dómnefndar – atriði Foldaskóla og Hólabrekkuskóla.
Myndirnar tók Anton Bjarni Alfreðsson.

 
Eins og sjá má láta unglingar fátt sér óviðkomandi í listrænni sköpun en í atriðum í Skrekk hafa verið tekin fyrir fjölbreytt málefni eins og þöggun kynferðisafbrota, baráttuna gegn loftslagsbreytingum og andleg veikindi.