Uppbygging ódýrra íbúða í kortunum | Reykjavíkurborg

Uppbygging ódýrra íbúða í kortunum

fimmtudagur, 5. apríl 2018

Í dag undirrituðu þeir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Árni Snorrason veðurstofustjóri samning um að færa svokallaðan veðurmælisreit, byggja upp veðurstöðvakerfi í borginni og greiða þar með fyrir uppbyggingu á Veðurstofureitnum.  

 

 • Í dag undirrituðu þeir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Árni Snorrason veðurstofustjóri samning um færslu veðurmælisreits og
  Í dag undirrituðu þeir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Árni Snorrason veðurstofustjóri samning um færslu veðurmælisreits og uppbyggingu veðurstöðvakerfis í borginni. 
 • Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Árni Snorrason veðurstofustjóri skrifa undir samning
  Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Árni Snorrason veðurstofustjóri skrifa undir samning
 • Innlit inn á Veðurstofu Íslands
  Innlit inn á Veðurstofu Íslands
 • Heimsókn á Veðurstofu Íslands
  Heimsókn á Veðurstofu Íslands
 • Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Árni Snorrason veðurstofustjóri með væntanlegt íbúðarsvæði í bakgrunni
  Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Árni Snorrason veðurstofustjóri með væntanlegt íbúðarsvæði í bakgrunni
 • Veðurstofureitur
  Reykjavíkurborg mun fara í að deiliskipuleggja þetta svæði þannig að það hentar ungu fólki til fyrstu kaupa og tekjulágum

Samningurinn byggir á viljayfirlýsingu borgarstjóra og fjármála- og efnahagsráðherra, sem var undirrituð 2. júní 2017, um að vinna sameiginlega að þróun og skipulagningu lóða í Reykjavík en lóðirnar eru ýmist í eigu borgarinnar eða ríkisins. 

Í framhaldinu hófst undirbúningsvinna að íbúðarbyggð á Veðurstofuhæðinni sem hentar námsmönnum, tekjulágum og ungu fólki til fyrstu kaupa.

Samningurinn felur einnig í sér uppbyggingu veðurstöðvakerfis í borginni og nærumhverfis hennar og er stefnt að flutningi verðurmælisreitsins á nýja lóð vestan megin við húsnæði Veðurstofunnar á Bústaðavegi 7, en svæðið er oft nefnt „Litla Öskjuhlíð“.

Nýr mælireitur

Reykjavíkurborg mun kosta uppbyggingu á nýjum mælireit í ,,Litlu Öskjuhlíð’’ og flutningi mælitækja og búnaðar sem staðsettur er á núverandi mælireit.  Tekið verður mið af kröfum sem Alþjóða Veðurstofnunin WMO gerir til veðurmælinga. Nýi mælireiturinn á Veðurstofuhæðinni mun verða af svipaðri stærð og gerð og núverandi mælireitur.

Reykjavíkurborg mun sjá um hönnun og verklegar framkvæmdir við uppbyggingu mælireitsins í samvinnu við Veðurstofuna og Veðurstofa Íslands mun sjá um tilfærslu og uppsetningu á búnaði á milli mælireita.

 Tilraunir með mælingar á mengun  

Reykjavíkurborg mun sjá um kostnað á fimm nýjum veðurstöðvum og nauðsynlegar lagfæringar á þeim fimm stöðvum sem þegar eru í rekstri.

Fram er komin tillaga um staðsetningar veðurstöðvanna á eftirfarandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu:

 •         Í Fossvogsdal
 •         Í Elliðaárdal eða Víðidal
 •         Í Laugardal eða Geirsnefi
 •         Í Miðborginni í Hljómskálagarði
 •         Á Nesvelli á Seltjarnarnesi

Gert er ráð fyrir mælingum á öllum núverandi þáttum veðurs á nýjum Veðurstofureit og öllum grunnþáttum veðurs; s.s. vindhraða, vindátt, lofthita og loftraka á öðrum mælistöðvum. Auk þessara grunnþátta verður úrkoma mæld á flestum stöðvum, en einnig er fyrirhugað að á einhverjum stöðvum verði skyggni og skýjafar mælt ásamt því að gerðar verði tilraunir með mælingar á mengun.