Uppbygging í Úlfarsárdal

Umhverfi Skóli og frístund

""

Eitt umfangsmesta byggingarverkefni Reykjavíkurborgar þessi árin er miðstöð menntunar, menningar og íþrótta í Úlfarsárdal. Uppbyggingin er vel á veg komin og hefur húsnæði fyrir leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili þegar verið tekið í notkun. Nú í maí var matsalur skólans tilbúinn og tekinn í gagnið.  Uppsteypu á sundlaug og menningarmiðstöð er lokið og næst á dagskrá er að gera þau rými tilbúin. Einnig er unnið á fullu við uppbyggingu  íþróttamannvirkja Fram.  

Við ræddum við Hebu Hertervig arkitekt og Indro Candi verkefnisstjóra um hönnun og framkvæmd verksins, en þau starfa bæði hjá VA Arkitektum.

Þau segja að hönnun byggingar á lóðinni hafi verið áskorun og einnig hafi verið áhugavert að ná allri þessari fjölbreyttu starfsemi undir eitt þak. Þegar gengið er um bygginguna má finna að þau eru ánægð með útkomu verka sinna.

Tengdar upplýsingar: