Uppbygging hafnaraðstöðu með félagsaðstöðu, verkstæði og geymslusvæði | Reykjavíkurborg

Uppbygging hafnaraðstöðu með félagsaðstöðu, verkstæði og geymslusvæði

föstudagur, 4. maí 2018

Snarfari, félag skemmtibátaeigenda og Reykjavíkurborg eiga samstarf um uppbyggingu hafnarmannvirkja í tengslum við breytingu á deiliskipulagi fyrir Fleyvang, þar sem félagið er nú með aðstöðu og skemmtibátahöfn. 

 • Skrifað undir samstarfsyfirlýsingu
  Skrifað undir samstarfsyfirlýsingu
 • Skipulagssvæðið skoðað
  Skipulagssvæðið skoðað
 • Félagsmenn í Snarfara voru viðstaddir
  Félagsmenn í Snarfara voru viðstaddir
 • Félagsmenn í Snarfara voru viðstaddir
  Félagsmenn í Snarfara voru viðstaddir
 • Kolviður Helgason, formaður Snarfara og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
  Kolviður Helgason, formaður Snarfara og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

Kolviður Helgason, formaður Snarfara og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri skrifuðu undir samstarfsyfirlýsingu í morgun í félagsheimili Snarfara í samræmi við samþykkt borgarráðs. 

„Það er almenn ánægja innan félagssins með nýtt skipulag. Þetta verður einn af stóru dögunum í Sögu Snarfara,“ segir Kolviður og þakkaði við undirritunina sérstaklega gott samstarf við Reykjavíkurborg.

Nýtt deiliskipulag í vinnslu

Nýtt deiliskipulag fyrir Fleyvang sem nefnist Voga­byggð 5 er í vinnslu hjá Reykjavíkurborg og er það grundvallað á rammaskipulagi fyrir Vogabyggð.  Gengið er út frá því að athafnasvæði Snarfara verði annars vegar lóðin Naustavogur 15 og hins vegar smábátahöfnin. Stærð og staðsetning lóðar og hafnarinnar verða endanlega ákveðin í deiliskipulagi, en áætlað er að lóð verði 25.500 fermetrar og smábátahöfnin 31.500 fermetrar. Innan núverandi lóðar verður gert ráð fyrir á sérstakri lóð fyrir nýja skólp­dælu­­stöð Veitna.

Gert er ráð fyrir heimild í nýju deiliskipulagi fyrir auknu bryggjuplássi Snarfara, auk heimildar til byggingar á nýju félagsheimili, geymsluhúsnæði og að stækkunar á núverandi verkstæði. Óheimilt verður að geyma á báta­stæðum annað en báta og bátakerrur. Félagið setur sérstakar umgengisreglur um lóð og hafnar­svæði.

Lóðin verður girt meðfram við fyrirhugum gangstígum milli lóðar félagsins og fyrirhugaðrar skóla­lóðar og út á tangann austan við fyrirhugaða skólpdælustöð. Almenningi verður heimiluð umferð inn á svæðið.

Í deiliskipulagstillögu verður miðað við að stækkun hafnarsvæðis og breyttri legu hafnargarðs. Hluti hafnar­svæðis­­ins verður dýpkaður í mínus 1,5 metra miðað við stórstraumsfjöru og heimilt verður að lengja nú­verandi flotbryggjur.  Þá er áformað að núverandi innsiglingarrenna að höfninni verði dýpkuð í mínus 2 metra miðað við stórstraumsfjöru og að Reykjavíkurborg annist viðhald hennar.

Reykjavíkurborg stefnir að dýpkunarframkvæmdum á innsiglingar­rennu á þessu ári og að ráðist verði í breytingu á hafnargarði og dýpkun að hluta innan hafnar, þegar nýtt deiliskipulag hefur verið samþykkt. Aðrar framkvæmdir á lóðinni og innan hafnarinnar verða á vegum Snarfara.     

Tengt efni: