Unnið með læsi á frístundaheimilum

Skóli og frístund

""

Frístundalæsi er ný handbók sem gefin hefur verið út fyrir starfsfólk frístundaheimila. Annar höfundur bókarinnar, Tinna Björk Helgadóttir, kynnti efnið fyrir stjórnendum frístundaheimila í morgun.

Í Reykjavíkurborg verja flest sex til níu ára börn miklum tíma á frístundaheimilum eftir skóla. Í handbókinni er að finna mjög einföld og skemmtileg ráð til að auka læsi í frístundaheimilum. Handbókin er hugmyndabanki fyrir starfsfólk frístundaheimila um hvernig auka megi áhuga barna á lestri.

Höfundar handbókarinnar eru þær Fatou Ndure Baboudóttir og Tinna Björk Helgadóttir en bókin er m.a. rituð á grunni rannsóknar sem höfundar gerðu sumarið 2018 með styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna Rannís.

Tinna Björk mun næstu mánuði halda kynningar og sýna starfsfólki skóla- og frístundasviðs hvernig hægt er að efla læsi í frístundaheimilum en Fatou Ndure, sem einnig er höfundur bókarinnar, býr í Berlín og kemur bókinni á framfæri þar en það er samevrópskt markmið að auka læsi barna.

Handbók um frístundalæsi