Ungt fólk og ofbeldi | Reykjavíkurborg

Ungt fólk og ofbeldi

sunnudagur, 18. febrúar 2018

Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar heldur á vormisseri fjóra fræðslu- og umræðufundi þar sem áhersla verður lögð á ungt fólk og ofbeldi.

  • Frá Druslugöngunni sl. sumar.
    Skilaboðin voru skýr í Druslugöngu sl. sumar.
  • Druslugangan er að verða meðal stærstu viðburða á sumrin. Fjöldi við Austurvöll.
    Druslugangan er að verða meðal stærstu viðburða á sumrin.

Annar fundur af fjórum verður fimmtudaginn 22. febrúar kl. 8:30 í Þjóðminjasafni Íslands. Fundurinn ber yfirskriftina Nauðgunarmenning – hvernig birtist hún í umhverfi okkar?

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

08.30 - Setning fundar. 
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar og borgarfulltrúi. 

8.35 - Nauðgunarmenning; birtingarmyndir nauðgunarmenningar í samhengi við kynjamisrétti. Finnborg Salóme Þóreyjarsteinþórsdóttir.

9:00 - Druslugangan – Helga Lind Mar og Ása Kristín Einarsdóttir ræða Druslugönguna, áhrif hennar á samfélagið og eigin reynslu. 

9:25 - Hvernig birtist nauðgunarmenning í myndmáli; byltingin á beauty tips og prófílmyndaátakið - Edda Ýr Garðarsdóttir. 

9:40 - Umræður og spurningar 

Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.

Fundarstjóri er Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og formaður ofbeldisvarnarnefndar.