Ungmenni utan skóla

fimmtudagur, 9. nóvember 2017

Náum áttum fjallar á næsta morgunverðarfundi um ungmenni utan skóla, hagi og úrræði. 

  • Haust við Tjörnina.
    Haust við Tjörnina.

Fundurinn er haldinn á Grand hóteli við Sigtún og er frá klukkan 8.15  til 10 .

Framsöguerindi flytja;

Margrét Guðmundsdóttir, kennari á íþróttasviði HR og sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, fjallar um hagi og líðan utan skóla.

Sólveig Þrúður Þorvaldsdóttir, náms- og starfsráðgjafi í Fjölsmiðjunni, segir frá krökkunum í Fjölsmiðjunni.

Að lokum talar Jódís Káradóttir, náms- og starfsráðgjafi, umsjónarmaður ungmennaverkefna hjá Námsflokkum Reykjavíkur, um hvernig þau vinna í Námsflokkunum.

Fundarstjóri er Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum.

Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Skráningar eru á heimasíðunni www.naumattum.is. Þátttökugjald er 2.900 krónur en innifalið í því er morgunverður.

Ungmenni utan skóla, auglýsing