Umtalsverð lækkun á gjöldum fyrir hundahald

Umhverfi Stjórnsýsla

""

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær tillögu borgarstjóra sem lögð var fyrir borgarráð 18. maí síðastliðinn um að lækka gjaldskrá fyrir hundahald umtalsvert.  

Markmiðið með þessum breytingum er að hækka hlutfall skráðra hunda í Reykjavík en um tímabundið tilraunaverkefni er að ræða til þriggja ára.

Mat stýrihóps um þjónustu við gæludýr var að hlutfall skráðra hunda færi lækkandi í borginni og nauðsynlega þyrfti að snúa þeirri þróun við til að hægt sé að standa undir nauðsynlegu hundaeftirliti í borginni.

Núverandi árlegt eftirlitsgjald er 19. 850  krónur og lækkar í 9.900 kr. 

Núverandi gjaldskrá gerir ennfremur ráð fyrir að séu ákveðin skilyrði uppfyllt, þ.e. að hundurinn hafi lokið hlýðninámskeiðum, sé hægt að fá 50% afslátt af árlegu hundaeftirlitsgjaldi sem er í dag gjald upp á 9.925 í stað 19.850. Það afsláttarverð verður eftir breytingu 6.900 sem er rúmlega 30% afsláttur af eftirlitsgjaldi.

Reykjavíkurborg hvetur alla eigendur hunda til að skrá þá. Hundaeftirlit borgarinnar hefur verið fært frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar til nýrrar Dýraþjónustu Reykjavíkur (DÝR) sem hefur aðsetur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. 

Hér er hægt að skrá hundinn 

Gjaldskrá fyrir hundahald í Reykjavíkurborg