Umsóknarfrestur í Heita Pottinn að renna út

Umhverfi Framkvæmdir

""

Nú er síðasti séns til að sækja um styrk úr Heita pottinum, en umsóknarfrestur er til 1. ágúst. Í Heita pottinum er tækifæri fyrir ungt fólk í Breiðholti til að fjármagna verkefni í hverfinu sínu. Sótt er um á heimasíðu Hins hússins.

Verkefninu er ætlað að efla hverfisvitund, stuðla að jákvæðri ímynd hverfisins og styðja við fjölbreytt og skemmtilegt samfélag í Breiðholti. Kallað er eftir hugmyndum að fjölbreyttum, skemmtilegum og uppbyggilegum verkefnum til framkvæmdar í Breiðholti á árinu 2013. Veittir verða styrkir að hámarki 200.000 kr. fyrir hvert verkefni. Sjóðurinn er opinn öllu ungu fólki á aldrinum 16 - 25 ára og þurfa  umsækjendur að hafa lögheimili í hverfinu. Bæði einstaklingar og hópar geta sótt um styrkinn.

Allar frekari upplýsingar má nálgast hjá Upplýsingamiðstöð Hins hússins í síma 411 5500 eða í Pósthússtræti 3 - 5 þar sem einnig er veitt aðstoð við gerð umsókna.