Umhverfið er okkar bók - kennsluefni um útinám

Skóla-og frístundasvið Reykjavíkur og Náttúruskóli Reykjavíkur hafa gefið út kennslumyndband um aðferðir í útinámi og umhverfismennt sem efla náttúru- og umhverfislæsi leikskólabarna, málþorska þeirra og málskilning.

Myndbandið, sem nefnist Umhverfið er okkar bók var unnið á eins árs tímabili í samstarfi fjögurra leikskóla í borginni; Bakkabergs, Hálsaskógar, Steinahlíðar og Holts.  Erla Stefánsdóttir ljósmyndari sá um upptökur, klippingu og vinnslu en umsjón með gerð myndbandsins höfðu Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir og Kolbrún Vigfúsdóttir. Styrkur til þessa verkefnis fékkst m.a. úr þróunarsjóði námsgagna mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Myndbandið hefur verið gefið öllum leikskólum borgarinnar og sjálfstætt starfandi leikskólum í Reykjavík.