Umboðsmaður borgarbúa í Gerðubergi

Velferð Mannréttindi

""
Umboðsmaður borgarbúa, Ingi B. Poulsen hdl., mun á næstu vikum sækja einstök hverfi Reykjavíkurborgar heim. Laugardaginn 6. febrúar nk. verður hann í Gerðubergi í Breiðholti frá kl. 13:00 til 16:00.
Umboðsmaður borgarbúa er sjálfstæður og óháður ráðgjafi borgarbúa og annarra sem eiga samskipti við Reykjavíkurborg.
 
Hann tekur við ábendingum og kvörtunum frá þeim sem telja að Reykjavíkurborg hafi brotið gegn lögum og reglum i stjórnsýslu og þjónustu sinni, auk þess sem umboðsmaður veitir borgarbúum lögfræðiráðgjöf og leiðbeiningar vegna mála sem snúa að Reykjavíkurborg. Þá rannsakar umboðsmaður einnig formlegar kvartanir sem varða málsmeðferð og framkvæmd þjónustu Reykjavíkurborgar, starfsaðferðir starfsmanna og mögulegri mismunun gagnvart borgarbúum.
 
Umboðsmaður borgarbúa, mun taka á móti gestum ásamt starfsfólki embættisins. Eru íbúar Breiðholts og nágrennis jafnt sem aðrir hvattir til að nýta heimsóknartímann til að leggja fyrirspurnir fyrir umboðsmann sem kunna að varða starfsemi og þjónustu Reykjavíkurborgar.