Tveir nýir leikskólastjórar

Skóli og frístund

""

Júlíana S. Hilmisdóttir tekur við stjórnartaumum í Klettaborg og Elín Björk Einarsdóttir í Garðaborg.  

Júlíana S. Hilmisdóttir útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands 1990 og lauk diplóma í stjórnun menntastofnanafrá framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands árið 2006. Hún hefur starfað í leikskólum frá árinu 1990; sem deildarstjóri, aðstoðarleikskólastjóri og í 19 ár sem leikskólastjóri. Júlíana hefur einnig starfsreynslu sem leikskólaráðgjafi.

Elín Björk Einarsdóttir lauk B.Ed í leikskólafræðum 2007 og MS námi í mannauðsstjórnun 2014. Elín Björk hefur um 20 ára starfsreynslu úr leikskólum lengst af sem deildarstjóri en einnig sem aðstoðarleikskólastjóri. 

Fimm umsækjendur voru um stöður leikskólastjóra í Garðaborg og Klettaborg, en umsóknarfrestur rann út 30. september sl. 

Nýjum stjórnendum er óskað velfarnaðar í starfi.