Tvær lóðir fyrir flutningshús til sölu | Reykjavíkurborg

Tvær lóðir fyrir flutningshús til sölu

mánudagur, 24. nóvember 2014

Reykjavíkurborg býður byggingarrétt fyrir flutningshús á tveimur lóðum í grónum hverfum, við Þrastargötu og Einarsnes. Gerð er sú krafa að hús sem sótt er um að flytja á þessar lóðir falli vel að umhverfinu og séu í svipaðri stærð og nærliggjandi hús.

 • Einarsnes 62.
  Einarsnes 62.
 • Einarsnes 62.
  Einarsnes 62.
 • Þrastargata 1.
  Þrastargata 1.
 • Þrastargata 1.
  Þrastargata 1.

Magnús Ingi Erlingsson hjá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, sem heldur utan um sölu lóða í Reykjavík,  segir að umsóknir verði metnar af skipulagsfulltrúa með tilliti til skipulagssjónarmiða svo sem stærðar lóðar og nýtingarhlutfalls.

Byggingarréttur á lóðunum er seldur á föstu verði.  Þrastargata 1, sem er 125 fermetra lóð, kostar  8,5 milljónir að meðtöldum gatnagerðargjöldum. Einarsnes 62 er rúmir 500 fermetrar og kostar 14,5 milljónir. 

Umsóknir með upplýsingum um húsin skal skilað í síðasta lagi fyrir kl. 16:00 föstudaginn 5. desember 2014. Nánari upplýsingar um skilmála vegna lóðasölunnar eru á lóðavef Reykjavíkurborgar  www.reykjavik.is/lodir 

Nánari upplýsingar:  Lóðir fyrir flutningshús til sölu