Tólf meistaraverkefni fá viðurkenningu

Skóli og frístund

""

Höfundar tólf meistaraverkefna í kennslu- og tómstundafræðum fá viðurkenningu skóla- og frístundaráðs 2018, en öll verkefnin hafa hagnýtt gildi fyrir framþróun í formlegri og óformlegri menntun í borginni.

Markmið verðlauna fyrir meistaraprófsverkefni, sem sett voru á laggir á liðnu ári, er að auka hagnýtingu rannsókna í fagstarfi með börnum og unglingum, vekja athygli á skóla- og frístundastarfi í borginni og hvetja meistaranema til að gera Reykjavík að vettvangi rannsókna, náms og starfs.
Verðlaunin nema 250.000 kr. fyrir hvert meistaraverkefni. Fjögurra manna dómnefnd, skipuð sérfræðingum í starfi leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs fór yfir umsóknir og valdi verðlaunaverkefnin.

Handhafar verðlaunanna fyrir meistaraverkefni sem skilað var inn á árinu 2018 eru: 

1. Bjarni Þórðarson, Vinabönd - Þróunarverkefni um námskeið í vináttuþjálfun fyrir unglinga, Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild HÍ
2. Diljá Barkardóttir,Nám og kennsla um kynheilbrigði á unglingastigi séð frá sjónarhóli kennara, Kennaradeild HÍ
3. Guðbjörg Lóa Ólafsdóttir, Milli steins og sleggju - Hindranir sem standa í vegi fyrir fullri þátttöku allra nemenda í efstu bekkjum grunnskóla að mati kennara, Uppeldis- og menntunarfræðideild HÍ
4. Hákon Sæberg Björnsson, „Dagurinn líður ótrúlega hratt og ég er alltaf komin strax heim“ - Starfendarannsókn á notkun kennsluaðferðarinnar sérfræðingskápan þar sem nám nemenda fer fram í hlutverki, Kennaradeild HÍ
5. Katrín Pálsdóttir,  Faglegt lærdómssamfélag milli leik- og grunnskólakennara í samreknum skólum, Kennaradeild HÍ
6. Kriselle Lou Suson Jónsdóttir,Tungumálafjölbreytni hjá börnum á Íslandi: Tungumálastefna fjölskyldu þeirra og íslensk hljóðkerfisvitund, Kennaradeild HÍ
7. Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, SKYNJAÐU, UPPLIFÐU, NJÓTTU - Miðlun menningararfs og menning hversdagsins, Listkennsludeild LHÍ.
8. Linda Rós Jóhannsdóttir, Lítum lengra - Sýn leikskólabarna á hlutverk leikskólakennara sem skrá athafnir þeirra,  Kennaradeild HÍ.
9. Ómar Örn Magnússon, Self-reported honesty and measured trust - An experiment in comparing head teachers´ self-reported honesty and trust as measured in job satisfaction survey in compulsory schools in Reykjavík, Iceland. University of Warwick, Centre for Education Studies.
10. Sigurbaldur Frímannsson „Börnin ráða sjálf ferðinni“ - Reynsla leikskólakennara af opnum efnivið, Kennaradeild HÍ
11. Sólveig Edda Ingvarsdóttir, „Við erum í forréttindahverfi“ - Starfsaðstæður og faglegt sjálfstæði kennara í grónum millistéttarhverfum, Uppeldis- og menntunarfræðideild HÍ
12. Tanya Helgason, „Hvernig tengist þetta stærðfræði?“ - Stærðfræðikennsla í fjölmenningarbekk, Kennaradeild HÍ.