Fjölmargir spennandi viðburðir í Samgönguviku.
Samgönguvikan stendur nú sem hæst. Stórfróðlega sýning á gripum úr sögu reiðhjóla á Íslandi er í Tjarnarsal ráðhússins. Í dag er til dæmis málþing í hádeginu í Elliðaárstöð Aðförin í öndvegi og hjólaleiðsögn kl. 17 Auðlindahringir.
„Það er dásamlegt að ganga eða hjóla til vinnu eða skóla eða í heimsókn til ömmu, finna púlsinn hækka, fá roða í kinnarnar, láta hugann reika, fá nýja hugmynd. Mæta fersk, tilbúin, með orkuna upp á topp,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráð þegar hún setti vikuna í Reykjavík. „Sömuleiðis leyfir sætið í strætó þér að horfa út yfir umhverfið sem líður hjá, hlusta á góða bók, nú eða lesa.“
Valkostir fyrir fjölbreytta ferðamáta hafa aldrei verið meiri í borginni. Um það bil 47 kílómetrar af aðskildum hjólastígum hafa verið gerið frá árinu 2010. Hjólatyllum við umferðargötur hefur fjölgað, einnig hjólastæði við skóla. Innleiðing hjólreiðaáætlunar gengur vel og með samgöngusáttmála bætast svo við 100 km af nýjum hjólastígum á öllu höfuðborgarsvæðinu.