Tökum nagladekkin úr umferð - heilsunnar vegna

Heilbrigðiseftirlit Samgöngur

""

Nú styttist í Sumardaginn fyrsta og vert að minna á að nagladekk í Reykjavík eru ekki leyfileg eftir 15. apríl. Bifreiðar skulu þá vera á sumardekkjum eða heilsárdekkjum.

Nagladekk eru ekki leyfileg í Reykjavík á tímabilinu frá 15. apríl til 1. nóvember.

Samgöngur eru helsta uppspretta loftmengunar í Reykjavík og þar eru því tækifærin til að breyta. Reykjavíkurborg hefur eindregið hvatt borgarbúa til að tileinka sér fjölbreytni í samgöngum, hjóla, ganga og nota almenningssamgöngur. Einnig hefur Reykjavíkurborg mælt með því að ökumenn velji góð vetrardekk undir bifreiðar í stað nagladekkja yfir vetrartímann.

Það gæti dregið verulega úr loft- og hljóðmengun og sliti á malbiki. Nagladekk hafa einnig þann ókost að auka eldsneytiskostnað bifreiða. Neikvæð áhrif svifryks í andrúmslofti á heilsu manna eru staðreynd en svifryk hefur farið 11 sinnum yfir sólarhrings heilsuverndarmörk í Reykjavík samkvæmt mælistöðinni við Grensásveg. 

Hlutfall ökutækja á negldum dekkjum reyndist vera 45% í marsmánuði en 55% voru án nagla. Það verður því nóg að gera á hjólbarðaverkstæðum næstu daga. Nefna má að í drögum að endskoðuðum umferðarlögum er ákveði um að sveitarstjórn verði heimilt að ákveða gjald af notkun hjólbarða með nöglum á nánar tilteknum svæðum. 

Tengill

Tökum nagladekkin úr umferð