Tími vetrardekkja runninn upp í Reykjavík | Reykjavíkurborg

Tími vetrardekkja runninn upp í Reykjavík

föstudagur, 26. október 2018

Fyrsti vetrardagur er 26. október en það táknar meðal annars að tími sumardekkjanna sé liðinn og því nauðsynlegt að setja góð vetrardekk undir farartækin. 

  • Vetrardekk
    Vetrardekk

Nagladekk eru bönnuð í Reykjavík frá 15. aprí til 1. nóvember en Reykjavíkurborg mælir eindregið með vönduðum vetrardekkjum fremur en nagladekkjum undir bílana í borginni. 

Nagladekk valda svifryki þegar þau spæna upp malbik á götum, þau auka hávaða og slíta götum hraðar en æskilegt er. Reykjavíkurborg leggur áherslu á góða vetrarþjónustu gatna - en þegar snjór fellur í Reykjavík eða hálka myndast er unnið samkvæmt viðbragðsáætlun um vetrarþjónustu. Aðstæður eru vaktaðar reglubundið og mannskapur kallaður út eftir þörfum.  

Öruggast er að keyra ævinlega í samræmi við aðstæður. Samkvæmt lögum bera ökumenn ábyrgð á því að aka um á dekkjum sem eru í samræmi við aðstæður hverju sinni, óháð árstíðum.

Gleðilegan vetur og góða ferð hvert sem henni er heitið.

Tengill

Ráðleggingar FÍB um vetrardekk, akstur og umhirðu

Snjóhreinsun og hálkueyðing Reykjavíkurborgar

Tökum nagladekkin úr umferð