Tilraun með sumaropnun leikskóla 2019

Skóli og frístund

""

Borgarstjórn hefur samþykkt að hefja undirbúning að tilraunaverkefni sem feli í sér að einn leikskóli í hverju hverfi skuli vera opinn allt næsta sumar.

Í greinargerð með tillögu meirihlutans segir að tilraunaverkefnið líkist því fyrirkomulagi sem önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafi haft, þar sem leikskólar sameini starfsstöð sína í eina yfir sumartímann. Tilraunaverkefnið miði að því að foreldrar hafi meira val um hvenær þeir taki sumarfrí, en breyti því ekki að börn fái að lágmarki 4 vikna samfellt sumarfrí í leikskólanum.

Skóla- og frístundasviði var falið að hefja undirbúning að þessu tilraunaverkefni og er gert ráð fyrir að sex borgarreknir leikskólar, einn í hverju hverfi, verði opnir í júlí næsta sumar.

Sjá tillöguna sem samþykkt var í borgarstjórn um sumaropnun leikskóla.