Tilnefndu til Mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar

Mannréttindi Mannlíf

""

Óskað er eftir tilnefningum til mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar 2019. Tilnefna má einstaklinga, hópa, félagasamtök eða stofnanir sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um mannréttindi. 

 

Markmið mannréttindaverðlaunanna er að vekja athygli á mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og mikilvægi samfélags þar sem mannréttindi eru virt.  

Verðlaunin verða afhent í Höfða af borgarstjóra Reykjavíkur þann 16. maí í tengslum við mannréttindadag Reykjavíkurborgar. Dómnefnd til verðlaunanna er skipuð af mannréttinda- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar til eins árs í senn. Hana skipa þrír einstaklingar sem hafa haft aðkomu að jafnréttis- og mannréttindamálum í sínum störfum. 

Tilnefningar ásamt rökstuðningi skulu berast á netfangið mannrettindi@reykjavik.is

Frestur til að skila tilnefningum er 7. maí 2019.

Handhafi mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar hlýtur að launum kr. 600.000,-

Áður hafa hlotið mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar:

Alþjóðahús 2008

Rauði Kross Íslands 2009

Blátt áfram 2010

Hinsegin dagar 2011

List án landamæra 2012

Kvennathvarfið 2013

Geðhjálp 2014

Frú Ragnheiður 2015

Þórunn Ólafsdóttir 2016

Með okkar augum 2017

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi  -W.O.M.E.N. Á Íslandi 2018