Tillaga um akstur hópbifreiða með ferðamenn í miðborginni

Samgöngur Ferðamál

""

Óskað er eftir umsögnum um tillögu stýrihóps um akstur hópbifreiða með ferðamenn í miðborginni.

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar óskar eftir umsögnum um tillögu stýrihóps vegna aksturs hópbifreiða með ferðamenn í miðborginni. Umhverfis- og skipulagsráð skipaði í september 2016 stýrihóp til að þróa og leggja fram tillögu að stefnu um akstur með ferðamenn um miðborgina ásamt aðgerðaáætlun. Í vinnsluferlinu var haft samráð við Íbúasamtök miðborgar, hverfisráð miðborgar, rekstraraðila í miðborginni, Samtök ferðaþjónustunnar og fleiri aðila. Sjá nánar um vinnsluferli tillögunnar í meðfylgjandi skjali.

Í kjölfar vinnslu- og samráðsferlis lauk stýrihópur við þá tillögu sem hér er kynnt á vinnslustigi. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum skal skila til umhverfis- og skipulagssviðs fyrir 27. mars næstkomandi á netfangið usk@reykjavik.is með efnislínunni: Tillaga stýrihóps um akstur hópbifreiða í miðborginni. Í kjölfarið verður endanleg tillaga stýrihóps lögð fyrir umhverfis- og skipulagsráð.

Tenglar

Tillaga stýrihóps um akstur hópbifreiða í miðborginni

Minnisblað VSÓ um rútuumferð