Tilfinningar og samskipti í Vikusex

Skóli og frístund Mannlíf

""

Kynþroski, kynvitund, sjálfsfróun, tilfinningar, kynhneigðir.… Það vantaði ekki hugmyndir um hvar ætti að leggja áhersluna í kynfræðslu þegar leitað var eftir þeim hjá 70 grunnskólanemendum í dag.

Krakkarnir voru fulltrúar allra grunnskóla borgarinnar með unglingadeildir og voru þeir mættir í félagsmiðstöðina Tónabæ til að leggja orð í belg um fyrirkomulag kynfræðslu í Vikusex sem haldin verður 3.-7. febrúar.

Í vikusex verður áhersla lögð á kynfræðslu í í öllu skóla- og frístundastarfi borgarinnar og fengu fulltrúar unglingadeilda grunnskólanna að velja þemu og áherslur í fræðslunni. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, sem stýrir Jafnréttisskóla Reykjavíkur, stjórnaði fundinum í Tónabæ. Hún segir að stefnt sé að því að Vikasex verði árlegur viðburður í skóla- og frístundastarfinu. Mikilvægt sé að unglingarnir sjálfir ráði för í vali á viðfangsefnum og umræðuefnum í kynfræðslunnni. Þannig komist þau mál á dagskrá sem helst brenna á þeim og þau þurfa fræðslu um. Í kjölfarið verði sett saman námsefni í samræmi við þeirra val.

Augljóst var á fundinum að ekki skorti hugmyndir en niðurstaðan varð sú að þema fyrir Vikusex að þessu sinni verður Ttilfinningar og samskipti.