Tilboð fyrir handhafa Rauða Menningarkortsins 67+

Menning og listir Mannlíf

""

Í dag klukkan 16.00 er handhöfum Rauða Menningarkortsins 67+ boðið á leiðsögn um sýninguna Fiskur og fólk á Sjóminjasafninu í Reykjavík, Grandagarði 8.

Áður en leiðsögnin hefst verður boðið upp á kaffi og pönnukökur gegn framvísun kortsins. Jafnframt fá korthafar afslátt af bjór og léttvíni á veitingastaðnum Messinn Granda sem er í sama húsi og safnið.

ATH. að tilboðið gildir aðeins í dag, 31. október á milli klukkan 15.00 og 16.00.

Grunnsýningin Fiskur og fólk - sjósókn í 150 ár á Sjóminjasafninu í Reykjavík fjallar um sögu fiskveiða á Íslandi, frá því árabátar viku fyrir stórskipaútgerð á síðustu áratugum 19. aldar og allt fram yfir aldamótin 2000. Þessi margslungna saga er sögð frá sjónarhóli stærsta útgerðarbæjar landsins, Reykjavíkur.

Nánar á menningarkort.is