Þrjár tillögur valdar til úrslita á Borgarhakki | Reykjavíkurborg

Þrjár tillögur valdar til úrslita á Borgarhakki

mánudagur, 30. apríl 2018

Borgarhakk fór fram í Ráðhúsinu um helgina og 14 teymi voru skráð til leiks. Unnið var með hugmyndir í verkefnastofu þar sem þátttakendur tókust á við krefjandi áskoranir Reykjavíkurborgar og fengu tækifæri til að koma með skapandi lausnir að framtíð borgarinnar undir leiðsögn sérfræðinga.

  • Margt um manninn á Borgarhakki
    Margt um manninn á Borgarhakki
  • Djúpt hugsi yfir framtíðar Reykjavík
    Djúpt hugsi yfir framtíðar Reykjavík
  • Snjallborgin RVK
    Snjallborgin RVK

„Borgarhakk er tilraun til að kalla eftir hugmyndum frá fólki fyrir framtíðina í Reykjavík. Við erum að leita að öllu því sem fegrar borgina en líka bara það sem einfaldar lífið,“ segir Dagur borgarstjóri en hann setti Borgarhakkið.

„Það var mjög góð mæting á Borgarhakkið og mikil og góð stemmning meðal þátttakenda. Það var sérlega gaman að sjá að um helmingur þátttakenda voru konur,“ segir Kristinn Jón Ólafsson, verkefnastjóri Snjallborgar hjá Reykjavík.

Þátttakendur kynntu lausnir sínar stuttlega fyrir dómnefnd og búið er að velja þrjú teymi með bestu hugmyndirnar að mati dómnefndar. Sigurliðið í Borgarhakkinu fær eina milljón króna í verðlaun á Snjallborgarráðstefnu sem haldin verður í Hörpu nk. fimmtudag. Þar verður kynnt nýsköpun í þágu samfélagsins, allt frá snjöllum ljósastaurum yfir í sjálfkeyrandi bíla. Hægt er að skrá sig á Snjallborgarráðstefnuna á snjallborgin.is.