Þríeykisganga í Seljahlíð

Velferð

""

Veðrið hafði lítil áhrif á 88 íbúa og starfsfólk Seljahlíðar í gærmorgun þegar þau gengu þríeykisgöngu í kringum hjúkrunarheimilið.

Þetta var táknrænn viðburður til þess að sýna aðstæður og aðgætni starfsfólks heimilisins í störfum sínum á tímum COVID-19 og einnig til að benda á hve íbúar fóru gætilega í þessum faraldri.

Á þriðja tug íbúa og starfsmanna höfðu keypt boli með slagorðunum Verum öll Almannavarnir, Við hlýðum Víði og Ég geng um gólf fyrir Þórólf.

Á milli manna var band sem myndaði tveggja metra fjarlægð á milli einstaklinga. Þegar hringurinn lokaðist hafði myndast skjaldborg í kringum heimilið. Nafn göngunnar, Þríeykisganga, er að sjálfsögðu til heiðurs Þórólfi, Ölmu og Víði.

Í lokin var boðið upp á sumardrykk og grill.