Þrettándagleði í Reykjavík

Mannlíf Íþróttir og útivist

""

Þrettándagleði verður á þremur stöðum í borginni, í Leirdal í Grafarholti, við Gufunesbæ í Grafarvogi og á Ægissíðu í Vesturbænum. Þar kemur fólk saman með kyndla, skýtur upp flugeldum og syngur saman áramóta- og álfasöngva.  Öllum er velkomið að taka þátt.

Á þrettándanum kveður fólk jólahátíðina og síðasti jólasveinninn heldur til fjalla og spyrst þá ekkert til þeirra bræðra fyrr en um næstu jól. þrettándinn hefur líka verið varadagur fyrir brennur og flugelda ef illa hefur viðrað um áramót.  

Þrettándagleði Grafarholts
Í Grafarholti verður þrettándaganga á sunnudaginn 5. janúar. Þar verður safnast saman og gengið frá Guðríðarkirkju að brennunni í Leirdal klukkan 18.30. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði en lúðrasveit Verkalýðsins leiðir gönguna, Þegar komið er á áfangastað verður  boðið upp á skemmtiatriði og jólasveinar fá síðasta tækifæri til að kætast með börnunum. Drengir í 4. flokki Fram skottast um svæðið og selja kakó og kleinur, sem ætti að ylja gestum. Kveikt verður í brennunni um 19.00 og Fram slær botninn í hátíðina með flugeldasýningu klukkan 20.00.

Þrettándagleði í Grafarvogi 
Í Grafarvogi verður árleg þrettándagleði Grafarvogsbúa haldin við Gufunesbæ, mánudaginn 6. janúar.  Kakó- og vöfflusala verður í Hlöðunni frá 17.00 síðdegis og rétt fyrir 18.00 hefst blysför með skólahljómsveit Grafarvogs í farabroddi. Brennan hefst á slaginu 18.00 en þá verður borinn eldur að kestinum. Hljómsveitin Fjörkarlar taka þá við á sviðinu og halda uppi fjöri ásamt jólasveinum fram að flugeldasýningu. Dagskrá

Þrettándagleði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða
Þrettándahátíð í Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða hefst klukkan 18.00 við Melaskóla, mánudaginn 6. janúar. Þar leiða ungmenni fjöldasöng og gengið verður með kyndla að brennunni á Ægisíðu. Borinn verður eldur að kestinum og skotið upp flugeldum. Brennan er í samstarfi við KR-flugelda. Mögulega munu jólasveinarnir kíkja við áður en þeir leggja af stað til fjalla. Dagskrá