Þjónustuverið í langþráða námsferð á fimmtudag og föstudag

Umhverfi Stjórnsýsla

""

Starfsmenn í síma- og þjónustuveri Reykjavíkurborgar halda í námsferð fimmtudag og föstudag, 19. og 20. september. Námsferðin er langþráð því síðast fóru starfsmenn í sameiginlega ferð fyrir þremur árum. 

Grunnþjónustu verður sinnt þessa tvo daga. Símaverið verður opið og einnig upplýsingaþjónusta í Borgartúni og Ráðhúsinu, en afgreiðsla í Þjónustuverinu í Borgartúni verður takmörkuð við móttöku teikninga og  aðeins milli kl. 13 – 15.

Það heyrir til undantekninga að stór hluti starfsmanna Þjónustuvers fari í sameiginlega námsferð og vonar Kristín Pálsdóttir teymisstjóri til að viðskiptavinir Þjónustuversins og samstarfsfélagar hjá Reykjavíkurborg sýni þessum fróðleiksþorsta skilning. Ferðinni er heitið til  Berlínar og meðal þess sem starfsmenn munu kynna sér er rafræn stjórnsýsla í Lichtenberg. Starfsmenn fjármagna ferðina með framlögum úr eigin starfsmenntasjóðum.