Þéttsetinn fundur í Breiðholti

Samgöngur Útsendingar

""

Fullt var út úr dyrum á fundi borgarstjóra um fyrirhugaða uppbyggingu í Breiðholti. Fundinum sem haldinn var í gærkvöldi í Gerðubergi var einnig streymt á Facebooksíðu Reykjavíkurborgar og horfðu margir á hann þar.

Dagur B. Eggertsson hafði framsögu á fundinum og gaf heildarmynd af hverfinu og áherslur í aðalskipulagi, en kynnti síðan sérstaklega uppbyggingu í Suður-Mjódd og deiliskipulagsvinnu sem þar er í gangi.  Þar fór borgarstjóri sérstaklega yfir samning við ÍR og kynnti samráðshópa sem borgarráð hefur samþykkt að stofna um eflingu íþróttastarfs í Breiðholti í samvinnu við öll íþróttafélögin. Þátttaka barna í Breiðholti í íþróttum er minni en í öðrum hverfum og sagði Dagur ríkan vilja að auka hana. Sameiginlega þyrftu íþróttafélögin og borgin að finna leiðir til að ná til krakkanna. 

Borgarstjóri fór einnig yfir hugmyndir um uppbyggingu í Norður-Mjódd og við Stekkjabakka.

Eftir kynningu var fundargestum boðið að bera upp fyrirspurnir og bar þar hæst óskir um aukinn kraft til handa íþróttastarfi Breiðholti og fjölgun íbúða fyrir aldraða. Framsögu borgarstjóra og umræður á fundinum má sjá í heild sinni á upptöku frá fundinum.

Nánari upplýsingar: