ÞEKKVEL – faglegur innblástur

Velferð

Hópmynd af starfsfólki velferðarsviðs

Í dag heldur starfsfólk velferðarsviðs Reykjavíkurborgar árlegan þekkingardag sviðsins. Á fjórða hundrað manns eru saman komin á Hilton til að hljóta innblástur og bæta við sig þekkingu á velferðarmálum.

Á ÞEKKVEL 2019 verður lögð sérstök áhersla á vinnu með grunngildi velferðarsviðs. Fyrir hádegi var fjallað um þrjár stoðir í starfsemi sviðsins; þjónustu, skipulag og samskipti, í líflegum og spennandi fyrirlestrum.

Eftir hádegi er áherslan á vinnustofum þar sem allt starfsfólk fær tækifæri til að velja og móta grunngildi velferðarsviðs, virðingu, virkni og velferð. Dagurinn er skemmtilegur og lifandi vettvangur fyrir starfsfólk sviðsins til að kynnast nýjum verkefnum á sviðinu og efla tengsl sín á milli.

Deginum lýkur svo með afhendingu hvatningarverðlauna sviðsins sem eru veitt fyrir eftirtektaverða alúð, þróun og/eða nýbreytni í velferðarþjónustu borgarinnar. Markmið verðlaunanna er að örva og vekja athygli á því mannbætandi og gróskumikla starfi sem fer fram í velferðarþjónustu borgarinnar.