Þak yfir höfuðið dregur úr neyslu | Reykjavíkurborg

Þak yfir höfuðið dregur úr neyslu

þriðjudagur, 13. mars 2018

Velferðarsvið stóð fyrir þriggja daga námskeið undir fyrirsögninni ACT og gagnreyndar aðferðir í búsetuþjónustu. Þessar aðferðir gagnast í þjónustu við þá sem eru með flóknar þjónustuþarfir og þá sem eiga erfitt með samvinnu, s.s. utangarðsfólk, fólk með þroskaskerðingar og/eða geðsjúkdóma.

  • Rie Klöver Erkisen, iðjuþjálfi og mannfræðingur.
    Rie Klöver Erkisen, iðjuþjálfi og mannfræðingur, miðlaði starfsfólki velferðarsviðs af reynslu sinni.
  • Starfsfólk velferðarsviðs sat þriggja daga námskeið um gagnreyndar aðferðir í búsetuþjónustu.
    Starfsfólk velferðarsviðs sat þriggja daga námskeið um gagnreyndar aðferðir í búsetuþjónustu.
  • Á námskeiðinu var unnið í hópavinnu og hér er kynning á niðurstöðum vettvangsteymis sem þjónustar utangarðsfólk.
    Á námskeiðinu var unnið í hópavinnu og hér kynna Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir og Ingi Þór Eyjólfsson niðurstöður síns hóps.

Rie Klöver Erkisen vann með því starfsfólki velferðarsviðs sem starfar með umræddum hópum og sagði því frá fenginni reynslu í Danmörku. Rie er iðjuþjálfi og mannfræðingur að mennt og hefur um árabil unnið sem stjórnandi við búsetuþjónustu utangarðsfólks í Kaupmannahöfn, sem rekin er eftir aðferðum eða hugmyndafræðinnar húsnæði fyrst eða (Housing First). Þar vinnur fólk í vettvangsteymum sem veita langtímaþjónustu til utangarðsfólks. Um 90% þeirra sem tekið hafa þátt, halda áfram að búa í íbúð sinni þegar aðlögun er lokið og meirihluti þeirra dregur úr neyslu þegar það fær faglegan stuðning og þak yfir höfuðið.

Á námskeiðinu var skipulega farið yfir þær starfsaðferðir sem þróaðar hafa verið og reynst árangursríkar í búsetuþjónustu fyrir ofangreinda þjónustuhópa. Þátttaka á námskeiðinu var góð og augljóst að mikill áhugi er meðal starfsfólks í búsetuþjónustu Reykjavíkur að skjóta styrkum stoðum undir starfið.  Auk þess er mikill áhugi fyrir því að vinna með gagnreyndar aðferðir hugmyndafræðinnar um húsnæði fyrst en þær hafa skilað góðum árangri eins og t.d.í Kaupmannahöfn. Unnið er með einstaklingi á hans forsendum og þar sem hann er staddur með það að markmiði að auka lífgæði hans.