Tekið á móti garðaúrgangi á þremur nýjum stöðum

Umhverfi

""

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að bjóða upp á móttöku garðaúrgangs frá íbúum borgarinnar nú í vor. Þessi þjónusta verður í boði á þremur stöðum í borginni. Með garðaúrgangi er átt við trjágreinar og trjáafklippur en ekki jarðveg. Jarðveg verður að skila á endurvinnslustöð Sorpu.

Staðirnir þrír eru ný hverfastöð borgarinnar við Fiskislóð 37c, Sævarhöfði 33 þar sem gamla sementsstöðin var til húsa og hverfastöðin á Kjalarnesi við Vallargrund 116.

Þjónustan er hafin á Fiskislóð en fer í gang á Sævarhöfða og Kjalarnesi frá og með næstkomandi föstudegi, 24. apríl og verður í boði til 16. maí. Opnunartímar á Fiskislóð og Sævarhöfða verða í samræmi við opnunartíma endurvinnslustöðva Sorpu.

Fiskislóð:            Alla daga frá 11.30-19.

Sævarhöfði:      Alla daga frá 11.30-19.

Kjalarnes:           Virka daga 07.30-17 og 14 til 18 um helgar.

Þetta er sérstök ráðstöfun í ljósi aðstæðna í samfélaginu til að létta undir með endurvinnslustöðvum Sorpu en þar hafa myndast langar raðir að undanförnu. Reynsla síðustu daga á Fiskislóð hefur verið góð og hefur fólk lýst ánægju sinni með framtakið. Vonandi geta sem flestir nýtt sér þessa þjónustu við tiltekt í garðinum þetta vorið.