No translated content text
Takk fyrir komuna á Vetrarhátíð

Fjöldi gesta lagði leið sína á Vetrarhátíð sem haldin var á höfuðborgarsvæðinu dagana 2. til 4. febrúar.
Setningin fór fram við Hallgrímskirkju þar sem verkinu Fuser eftir Sigurð Guðjónsson var varpað á kirkjuna. 23 ljóslistaverk prýddu svo miðborgina. Yfir 50 söfn opnuðu dyr sínar og var boðið var upp á skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Sundlauganótt var svo haldin á laugardeginum í ellefu sundlaugum þar sem meðal annars var boðið upp á sirkus, slökun, sundballett og diskó.
Takk fyrir komuna á Vetrarhátíð! Sjáumst að ári!