Takk fyrir komuna á Vetrarhátíð

Mannlíf Menning og listir

Hallgrímskirkja á Vetrarnótt - Verkið Ofbirta

Vetrarhátíð var vel sótt um helgina. Fjöldinn allur af fólki lagði leið sína í miðborgina til að skoða ljósaslóðina sem þar gaf að líta.

Hátíðin að þessu sinni var með breyttu sniði í ljósi samkomutakmarkana en ljóslistaverk voru í aðalhlutverki í ár og fengu að njóta sín í náttmyrkrinu á höfuðborgarsvæðinu.

Á Hallgrímskirkju var verkinu Ofbirta eftir hönnuðinn og listakonuna Mörtu Sigríði Róbertsdóttur varpað á kirkjuna, í Ráðhúsi Reykjavíkur var verkið Lifandi votlendi eftir listakonuna Katerinu Blahutova. Gróttuviti var upplýstur í litum Vetrarhátíðar og á Kópavogskirkju var varpað upp nýju verki eftir Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur myndlistarmann.

Alls voru ljóslistaverkin ríflega 20 talsins. Við þökkum öllum þeim listamönnum sem komu að því að gera Vetrarhátíð í ár að veruleika. Við þökkum ennfremur þeim fjölmörgu gestum sem lögðu leið sína um borgina og skoðuðu ljóslistaverk hátíðarinnar fyrir komuna og hlökkum til að endurtaka leikinn að ári.

Vetrarhátíð 2022