Tæknikistur til fimm leikskóla

Skóli og frístund

""

Fimm leikskólar fengu í dag afhentar svokallaðar tæknikistur með margvíslegum tæknibúnaði, forrituðum verkfærum og efniviði fyrir leikskólabörn til að vinna að nýsköpun í fagstarfinu. 

Leikskólarnir sem fengu tæknikisturnar fimm afhentar á Innblæstri, menningarmessu fyrir starfsfólk skóla og frístundamiðstöðva, eru Borg, Nóaborg, Hulduheimar, Vinagerði og Dalskóli. 

Skólarnir fengu auk þess styrk fyrir næsta skólaár sem nýta á til að styðja við nýsköpun og kynna möguleika tækninnar fyrir starfsmönnum og foreldrum. Tæknikisturnar er nýsköpunarverkefni í anda nýrrar menntastefnu Reykjavíkurborgar og áherslu hennar á notkun upplýsingatækni í skóla- og frístundastarfi. 

Þeir leikskólar sem vinna munu með efnivið og og tækin í kistunum í vetur munu jafnframt lána og miðla þekkingu sinni til starfsfólks annarra leikskóla og taka þátt í menntabúðum um skapandi tækninotkun í leikskólastarfi. Meðal þess sem finna má í tæknikistunum er forritunarmús, spjaldtölvur, Makey uppfinningarsett, smávélmenni, skjávarpi og vélmenni.